Salthús

 

Upplýsingar fyrir gesti

Velkomin til Salthúss gistiheimilis. Við vonum að dvölin á Skagaströnd verði ykkur sem ánægjulegust.

Innskráning
Gestir geta skráð sig inn á herbergi frá kl. 16:00.

Útskráning
Á brottfarardegi þurfa gestir að yfirgefa herbergin fyrir kl. 11:00..

Morgunmatur
Morgunmatur er ekki innifalinn í verðinu. Á hverri hæð er fullbúið eldhús þar sem þú getur útbúið mat, en einnig er hægt að borða á veitingastaðnum Bjarmanes Café á Skagaströnd.

Reykingar
Reykingar eru stranglega bannaðar innandyra í gistiheimilinu. Sekt upp á kr. 20.000,- er við því ef reglan er brotin.

Verðmæti
Salthús Gistiheimil ber ekki ábyrgð á verðmætum sem skilin eru eftir í herberginu.

 

Hús Salthúss gistiheimilis

Húsnæði Salthúss var byggt árið 1950, af Skagstrendingi hf., til að hýsa ýmsa starfsemi fyrirtækisins.

Efri hæðin var notuð fyrir beitingamenn, og sem geymsla fyrir ýmsan veiðibúnað. Síðar var litlum frystiklefa bætt við, til að frysta beitu. Á jarðhæð var upphaflega saltfiskverkun, og skreið pakkað fyrir útflutning. Á síðari árum var starfrækt vélaverkstæði frystihússins á Skagaströnd á jarðhæðinni. Vélsmiðurinn Pétur Eggertsson fór fyrir fjórum vélvirkjum og viðgerðarmönnum, sem höfðu viðurnefnið „Pétur og úlfarnir“ meðal heimamanna.

Árið 2017 tekur húsið við nýju hlutverki. Dyrnar verða opnaðar fyrir listamenn, sem hafa verið uppteknir af listsköpun yfir daginn í vinnustofum Ness listamiðstöðvar, svo þeir geti sofið svefni hinna réttlátu að næturlagi. Herbergin í Salthús gistiheimili verða einnig í boði fyrir ferðamenn, sem eru á svæðinu til að njóta þess sem Skaginn hefur að bjóða, í ósnortinni náttúru við Norður-Íshafið, og í áhugaverðri sögu svæðisins.

Salthús gistiheimili býður upp á aðgang fyrir gesti í hjólastól, með herbergjum og baðherbergjum sem eru útbúin fyrir aðgang hjólastóla. Gistiheimilið býður ókeypis, þráðlaust Internet, þvottavél og þurrkara, og sameiginlegt eldhús, á báðum hæðum.

Bóka herbergi

Samfélagsmiðlar

 

Hafa samband

Heimilisfang: Einbúastíg 3, 545 Skagaströnd

Sími: 848 6051

Tölvupóstur: salthus@salthus.is

 

Kort