Herbergin

Salthús Gistiheimili býður upp á fjórtán, vel útbúin herbergi. Hvert herbergi býður upp á baðherbergi með sturtu, salerni og vaski. Átta herbergi sem snúa í suður bjóða útsýni yfir Húnaflóa, yfir höfnina og áleiðis að miðbænum á Skagaströnd. Sex herbergi sem snúa í norður bjóða útsýni yfir hafið, yfir Spákonufellshöfða og í átt til fjallanna á Skaganum. Það er einnig sameiginleg eldhúsaðstaða á hverri hæð, með sjö herbergjum á hverri hæð þessa tveggja hæða húss, sem var tekið til gagngerra endurbóta árið 2017.

Fjölskylduherbergi – 4 manna

Fjögur fjölskylduherbergi eru í gistiheimilinu, með útsýni yfir Húnaflóa á jarðhæð. Fjórir geta gist í hverju fjölskylduherbergi. Í hverju herbergi er „queen size“ rúm, svefnsófi, og tveir stólar. Svaladyr eru á hverju herbergi út í garð. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um fjölskylduherbergi.

Hjónaherbergi með sjávarsýn

Fjögur hjónaherbergi með útsýni út á Húnaflóa eru í gistiheimilinu, á efri hæð. Í hverju herbergi er „queen size“ rúm, einn stóll og skrifpúlt. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um hjónaherbergi með sjávarsýn.

Hjónaherbergi með fjallasýn

Þrjú hjónaherbergi með útsýni yfir Spákonuhöfða og til fjalla eru í gistiheimilinu, á efri hæð. Í hverju herbergi er „queen size“ rúm, einn stóll og skrifpúlt. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar og myndir af hjónaherbergi með fjallasýn.

Tveggja manna herbergi

Þetta herbergi, sem snýr í norður, er með tvö reinbreið úm, einn stól og skrifpúlt. Dyr eru út á bílaplan. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um tveggja manna herbergi.

Tveggja manna herbergi – aðgengi fyrir hjólastóla

Tvö minni herbergi á jarðhæð eru með tvö einbreið rúm, einn stól og skrifpúlt. Herbergið og baðherbergi eru aðgengileg fyrir hjólastóla. Herbergin snúa í norður og eru dyr út á bílaplan. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um tveggja manna herbergi með aðgengi fyrir hjólastóla.

Myndir frá sameiginlegu eldhúsi og umhverfi

Eldhúsið á efri hæð.

Eldhúsið á neðri hæð.

Almenningssundlaugin, í 200 metra fjarlægð frá gistiheimilinu.

Útsýni yfir svæðið norðaustan frá gistiheimilinu.

Sjórinn aftan við gistiheimilið.

Hjónaherbergi – yfirlitsmynd

Bóka herbergi

Samfélagsmiðlar

 

Heimilisfang

Einbúastígur 3
545 Skagaströnd

GPS Hnit:
Longitude -20.322100
Latitude 65.826200

Hafa samband

Sími: 848 6051

Tölvupóstur: salthus@salthus.is

Kort