Nágrenni Salthúss gistiheimilis

Norðurstrandarleiðin – Arctic Coast Way

Fyrir þau sem stefna á að skoða Norðurland, eða að aka hringveginn í réttsælis hringferð, þá er Salthús gistiheimili góður kostur sem gististaður fyrstu nóttina, þar sem ferðalangarnir hafa skoðað Vesturland og Norðvesturland fyrsta daginn. Einnig er Salthús gistiheimili frábær kostur sem gististaður síðustu nóttina í hringferð sem hefur verið farin í rangsælis hringferð, þar sem ferðin byrjaði á Suðurlandi og færðist svo austur yfir.

Fjallað hefur verið um Norðurstrandarleiðina á nokkrum stöðum á veraldarvefnum:

Á kynningarvef Norðurlands, northiceland.is, er eftirfarandi texti um Norðurstrandarleiðina (útdráttur): „Þegar ferðast er um Norðurstrandarleið, er farið úr alfaraleið og þannig má kynnast minna þekktum stöðum Norðurlands – til verða ný ævintýri á hinni 900 kílómetra löngu leið ekki fjarri Norðurheimskautsbaugnum. Á leiðinni eru sex skagar og nes, gullfallegar sandfjörur og ægilegir klettar, jökulsárgljúfur, mikilfenglegir firðir og fjallstindar sem teygja sig hátt til himins. Jafnvel er hægt að fara út í eyjarnar og yfir heimskautsbauginn sjálfan. Hver lítill bær, hvert lítið þorp, hefur sína sögu að segja um það hvernig lífið hefur verið – og er – svo nálægt norðurheimskautsbaugnum.“ Lestu alla umfjöllunina á vefnum northiceland.is.

Norðurstrandarleiðin, Arctic Coast Way, var valin af ferðavefnum Lonely Planet sem einn af bestu stöðum í Evrópu til að heimsækja árið 2019.

National Geographic Travel UK birti grein um leiðina þann 27. desember 2019.

Condé Nast Traveler birti lýsingu á fimm daga ferð á þessari leið í greininni “Skip the Golden Circle—Take Iceland’s New Arctic Coast Way Instead”.

Ítarlega lýsingu á leiðinni er að finna á vef sem hefur verið settur upp um leiðina: Arcticcoastway.is, (á ensku).

Skagaströnd

Horft í átt að Skagaströnd og Spákonufelli.

Hin rólega sjávarbyggð Skagaströnd er staðsett á ströndinni á Skaga, við Húnaflóa. Skagaströnd er um 20 km norðan við Blönduós. Íbúar eru um 500 talsins. Í gegnum aldirnar var Skagaströnd megin verslunarstaður í Austur-Húnaþingi frá 15. öld, þar sem danskir kaupmenn ráku verslanir sínar. Á Skagaströnd má finna matvöruverslun, sundlaug, pósthús og banka, bensínstöð, grunnskóla og íþróttahús, og 9 holu golfvöll rétt norðan við bæinn. Á Skagaströnd er nýopnaður veitingastaður á höfninni, Harbour restaurant, þangað sem stutt er að ganga. Facebook síða veitingastaðarins er á www.facebook.com/harbour545. Auk þess má fá skyndibita og aðra vöru í Olís bensínstöðinni.

Á síðari árum hefur alþjóðleg list hafið innreið sína og auðgað lífið, í þessu litla sjávarplássi, með stofnun Ness Listamiðstöðvar. Hvað aðra menningu varðar skal nefna Spákonuhofið, Nes listamannaíbúðir, og Hólaneskirkja. Einnig er bærinn þekktur fyrir sjávarútveg, fiskmarkað, og líftæknirannsóknir fyrir nýjar og frumlegar sjávarafurðir hjá fyrirtækinu Biopol.

Skíðasvæði Tindastóls

Fjórar skíðalyftur og fjölbreyttar brekkur eru í boði á skíðasvæði Tindastóls.

Skíða- og snjóbrettasvæði Tindastóls er staðsett á Skaganum nærri Sauðárkrók. Svæðið er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Skagaströnd. Salthús gistiheimili er vel staðsett fyrir þá sem hafa áhuga á skíðafríi á svæði Tindastóls. Veturinn 2018-2019 verður opnuð ný, 1000 metra löng skíðalyfta sem er staðsett fyrir ofan og í framhaldi af eldri 1.150 metra skíðalyftunnar. Þessar tvær skíðalyftur flytja skíðamenn upp í 900 metra hæð, og bjóða upp á brekkur sem eru frábærar fyrir skíðamenn á öllum færnistigum. Það eru áætlanir um að þróa svæðið enn frekar í framtíðinni, með annarri 1.100 metra langri skíðalyftu í svokallaðri suðurbrekku, sem mun liggja upp í 800 metra hæð.  Einnig eru áætlanir um nýja skíðalyftu sem hentar börnum og byrjendum. Til að komast á skíðasvæðið er ekið um 15 kílómetra til suðurs frá Skagaströnd, beygt í austur og ekið um Þverárfjallsveg (þjóðvegur númer 744), um 16 kílómetra leið að afleggjaranum að skíðasvæði Tindastóls.

Skíðasvæðið er vanalega opið frá í kringum nóvember/desember, og er opið, byggt á veðri og snjóalögum, til apríl og jafnvel fram í maí. Á svæðinu er skíðaleiga þar sem leigja má allan nauðsynlegan búnað, og einnig kaupa skíðakort fyrir lyfturnar. Smelltu hér til að skoða heimasíðu skíðasvæðis Tindastóls.

Spákonufellshöfði

Spákonufellshöfði og Salthús Gistiheimili til hægri.

Spákonufellshöfði er friðlýstur fólkvangur og vinsælt útivistarsvæði nyrst í bænum, sem nefndur er eftir Þórdísi spákonu. Afar víðsýnt er af höfðanum. Þaðan sést fjallahringurinn á Skaga, og til vesturs handan Húnaflóa sést til Stranda á Vestfjarðakjálkanum. Á höfðanum eru nokkrar stuttar og skemmtilegar gönguleiðir, og hefur verið settur upp fjöldi upplýsingaskilta sem fræða gesti um gróðurfar og fuglalíf á höfðanum.

Spákonufellshöfði er líklega gamall gostappi í eldstöð sem var virk fyrir um sjö milljón árum síðan. Syðsti endi höfðans nefnist Hólsnef og Höfðatá. Víkin sem gengur inn í höfðann nokkru norðar heitir Vækilvík, en Vælugil heitir gilskora við sunnanverða víkina, og skýrist nafnið af því að það hvín í gilinu í vissum vindáttum. Miðja vegu milli Hólsnefs og víkurinnar er klettur sem nefnist Tröllamey. Sagan segir að þar hafi dagað uppi tröllskessa er hún beið eftir að bónid hennar kæmi úr róðri. Norðan við víkina er Reiðingsflöt, þar sem bændur bjuggu á hesta sína eftir að hafa átt viðskipti við kaupmenn í víkinni. Tignarlegur klettur við norðurenda höfðans heitir Arnarstapi, og rétt austan við hann er Leynidalur eða Fagridalur. Hringsjá er uppi á höfðanum sem sýnir kennileiti um allan sjóndeildarhringinn.

Smelltu hér til að hlaða niður bæklingi um Spákonufellshöfða í PDF formi. Í myndagalleríinu neðar á síðunni er einnig kort af Spákonufellshöfða.

Fuglaskoðun

Fjórar skíðalyftur og fjölbreyttar brekkur eru í boði á skíðasvæði Tindastóls.

Fuglaskoðun í Skagströnd og á Norðvesturlandi hefur smám saman orðið vinsælli meðal ferðamanna og innfæddra skagstendinga. Þar er Skákonufellshöfði, við hlið Salthúss gistiheimili kjörinn staður til fuglaskoðunar þar sem er hægt að koma á auga bæði sjófugla og mófugla nánast á sama blettingum á sumrin og hrafna, æðarfugl og aðra sjófugla á veturna. Algengustu fuglarnir á svæðinu eru æður, hrafn og sjófuglar en smyrill, kría, tjaldur, lóa, spói, hrossagaukur, þröstur og erlendir laumufarþegar sem koma með skipum er einnig að finna á svæðinu.

Höfðinn hefur verið skoðaður af erlendri arkitektastofu með tilliti til þess hvar mætti setja upp fuglaskoðunarskýli. Vonandi verður sú hugmynd að veruleika innan skamms til að gera svæðið aðgengilegra fyrir fuglaskoðunarfólk, ljósmyndara og þá sem vilja skoða norðurljósin á veturna.

Kálfshamarsvík

columnar basalt cliffs and lighthouse at Kálfshamarsvík, Kálfshamarsnes

Stuðlaberg í Kálfshamarsvík og vitinn í bakgrunni.

Kálfshamarsvík er einn áhugaverðasti staðurinn fyrir ferðamenn að heimsækja á Skaga. Kálfshamarsvík er um 20 km norðan við Skagaströnd. Við skagann stendur vitinn, sem var byggður árið 1939, og er arkítektúrinn í Art-déco stíl. Það eru einnig mjög fallegir stuðlabergsklettar við víkina, sem urðu til fyrir 2 milljónum ára. Þeir rísa upp af ströndinni, sem er þakin særofnu grjóti, við Kálfshamarinn sjálfan. Kálfshamarsvík hefur fengið fjölda jákvæðra umsagna á Tripadvisor, frá ferðamönnum sem hafa heimsótt staðinn. Við víkina er einnig að finna rústir af fyrsta þéttbýlinu á svæðinu, þar sem sjómenn og fjölskyldur þeirra bjuggu í litlum húsum undir lok 19. aldarinnar. Fjöldi íbúa varð mestur um 100 manns. Saltfiskur var unninn í Kálfshamarsvík, sem var seldur til Miðjarðarhafslanda. Mjög dró úr sjávarútvegi á staðnum upp úr 1930, og staðurinn fór í eyði árið 1940. Mörg upplýsingaskilti eru við rústirnar, og segja nöfn húsanna sem þar stóðu.

Skaginn

Keta cliffs in Skaginn, northwest Iceland

Ketubjörg á austurströnd Skagans.

Skaginn er á Norð-Vesturlandi, milli Húnaflóa og Skagafjarðar. Suðurhluti Skagans er fjalllendi með bændabýlum á mjóu undirlendinu við Húnaflólann. Á nyrðri hlutanum opnast flatar víddir, með takmörkuðum gróðri og útsýni til Norður-Íshafsins. Vegur liggur kringum Skagann við sjóinn, og þar eru áhugaverðustu staðirnir fyrir ferðamenn: Norðan Skagastrandar eru Kálfshamarsvík, Króksbjarg með fuglabjargi, og Fossárfoss, en Spánskanöf er sunnan Skagastrandar. Á austurhluta Skagans við mynni Skagafjarðar eru Ketubjörg, sem rísa 120 metra þverhnípt upp frá sjónum. Þar lifðu tröll, samkvæmt þjóðtrúnni. Inni á Skaganum er Skagaheiði, þar sem eru vötn með veiði, en þangað komast aðeins fjórhjóladrifsbílar. Þrír þéttbýlisstaðir eru við Skagann: Skagaströnd og Blönduós á vesturhlutanum, og Sauðárkrókur á eystri hlutanum.

Spákonuhof og Spákonufell

Spákonufell in winter,with two Icelandic horses

Spákonufell að vetrarlagi.

Spákonuhof er safn og menningarmiðstöð sem stofnsett var í minningu Þórdísar spákonu, (númer 11 á kortinu hér að neðan). Þórdís spákona bjó á bæ við undirhlíðar Spákonufells á 10. öld, undir lokin á heiðnum tíma áður en Kristni var lögtekin á Íslandi. Sagan segir að hún hafi verið landnámskona á Skagaströnd, og er hún fyrsti Íslendingurinn sem búsettur var á Skagaströnd sem er nefnd í Íslendingasögunum. Hvern dag gekk hún á Spákonufell og greiddi hár sitt með gylltum kambi. Hún faldi allan sinn gullsjóð í fjallinu, og lagði á þau álög að enginn gæti fundið sjóðinn nema kona sem væri óskírð og hefði aldrei heyrt Guðs orð. Sjóðurinn hefur aldrei fundist. Hér má sjá upplýsingasíðu um Spákonuhof, og hér er síða Spákonuhofs á Facebook.

Hið tilkomumikla Spákonufell rís til himins að baki Skagastrandar. Form fjallsins er einna mest afgerandi af fjöllunum á Skaga, með flötum toppi sem lítur út eins og virkisborg. Fjallið heitir eftir Þórdísi spákonu. Skemmtileg gönguleið er á Spákonufell, en fjallið rís 646 metra og er frábært útsýni á toppnum.

Nes Listamiðstöð

Vinnustofur Ness Listamiðstöðvar á Skagaströnd.

NES Listamiðstöð var stofnuð í mars 2008 á Skagaströnd, við Húnaflóa. Tilgangur listamiðstöðvarinnar er að bjóða alþjóðlegum listamönnum aðstöðu til að vinna tímabundið að list sinni á Íslandi. Fyrstu listamennirnir komu á staðinn í júnímánuði það ár. NES er ein stærsta listamiðstöðin á Íslandi, og tekur á móti 90-120 listamönnum frá öllum heimshornum hvert ár. NES býður listamönnum upp á vinnurými og gistingu á Skagaströnd, og frelsi til að skapa list sína að vild. Um eitt þúsund listamenn hafa dvalið tímabundið við NES Listamiðstöð frá upphafi, og hafa auðgað menningarlíf á Skagaströnd og Norðvesturlandi með vinnustofum, sýningum, uppákomum og listahátíðum.

NES starfar fyrir listamenn í öllum listgerðum. Listamiðstöðin tekur á móti listamönnum í öllum listgreinum og í allra handa starfsfyrirkomulagi. Til viðbótar er boðið upp á aðstöðu fyrir rithöfunda í samvinnu við Háskóla Íslands. Auk þess er hægt að skipuleggja aðstöðu fyrir dansara, tónskáld, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn og rannsóknarfólk, eða hvern þann listamann sem þarf á auka rými að halda fyrir sína starfsemi. NES samþykkir umsóknir um þátttöku byggt á skilgreiningu viðkomandi á sinni starfsemi, og þar með reynir listamiðstöðin ekki að skilgreina hverjir teljist vera listamenn þegar umsóknir eru metnar.

Vefur NES Listamiðstöðvar.

Þjónusta og afþreying á Skagaströnd

Kort af Skagaströnd

Númerin á kortinu vísa á atriði í listanum hér undir.

1. Salthús Gistiheimili.

2. Nes listamiðstöð.

3. Fellsborg.

4. Sundlaug, með sturtum og heitum potti.

5. Kjörbúðin (opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18:00, laugardaga 10-18:00, sunnudaga
12-18:00).

6. Rútustoppistöð og Olís bensínstöð, ásamt Road 66 hamborgarar og pizzur, (opnunartímar: Mánudaga til fimmtudaga 8-21:00, föstudaga 8-22:00, laugardaga 10-22:00, sunnudaga 10-21:00).

7. Harbour veitingastaður.

8. Hólanes veitingastaður.

9. Bjarmanes kaffihús, (stundum opið).

10. Íslandspóstur og Landsbankinn.

11. Íþróttamiðstöð Skagastrandar, með vel búinni líkamsrætkarstöð, heitum pottum, íþróttasal, klifurvegg og badmintonvelli.

12. Golfklúbbur Skagastrandar, við golfvöllinn Háagerdi, 4 km norður af Skagaströnd.

13. Spákonuhof, safn um 10. aldar landnámskonuna og spákonuna Þórdísi.

14. Árnes safn, í elsta húsinu á Skagaströnd, sem var byggt árið 1899 af Fritz H. Berndsen kaupmanni.

15. Bæjarskrifstofur Skagastrandar.

16. Tjaldstæði.

17. Spákonufellshöfði, thematic park

18. Mount Spakonufell.

19. Blönduós og þjóðvegur # 1 eru 23 km sunnan við Skagaströnd.

Kort af Spákonufellshöfða

Smelltu á kortið til að stækka.

Kort af Spákonufellshöfða

Bóka herbergi

Samfélagsmiðlar

 

Heimilisfang

Einbúastígur 3
545 Skagaströnd

GPS Hnit:
Longitude -20.322100
Latitude 65.826200

Hafa samband

Sími: 848 6051

Tölvupóstur: salthus@salthus.is

Kort