Nýtt þak

Endurbygging hússins að Einbúastíg 3 á Skagaströnd, þar sem Salthús Gistiheimili verður staðsett, stendur yfir. Verktakar við verkið eru „Tveir smiðir“, Indriði og Daníel og þeirra teymi. Þeir hafa staðið í ströngu við að rífa þakið af byggingunni, og að byggja nýtt þak.

Til að fá nýjustu fregnir af hvernig endurbyggingunni miðar, vinsamlega farið á  Facebooksíðu Salthúss Gistiheimilis, þar sem nýjustu myndunum er póstað.

Myndir frá endurbyggingunni eru teknar af Hrafnhildi Sigurðardóttur, nema neðsta myndin af nýju þaki sem er tekin af Signýju Ósk Richter.