Velkomin í Salthús gistiheimili
Salthús Gistiheimili býður gistingu í vel útbúnum herbergjum, með útsýni yfir Skagaströnd og Húnaflóa. Hægt er að velja um fjölskylduherbergi, hjónaherbergi og tveggja manna herbergi. Herbergin hafa sitt eigið baðherbergi með sturtu, og herbergi á jarðhæð eru með verönd.

Salthús Gistiheimili er staðsett á Skagaströnd, við vesturhluta hinnar nýju Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way – sem er fyrsta skilgreinda ferðamannaleiðin á Íslandi. Þessi 900 kilómetra langa leið vísar ferðafólki á það besta sem Norðurland hefur að bjóða í menningu, náttúru og dýralífi. Kynntu þér frekari upplýsingar á síðunni um svæðið.

Verðlaun frá Booking.com
Við hjá Salthúsi gistiheimili erum afar glöð með að hafa fengið sérstök verðlaun hjá bókunarvefnum Booking.com, Traveller Reviews Award 2025, vegna jákvæðra umsagna gesta okkar. Gistiheimilið fær meðaleinkunnina 8,7 af 10 mögulegum, sem sýnir hvernig vinna okkar að því að hámarka ánægju gesta skilar árangri!