Í Salthúsi Gistiheimili geta listamenn komið til að sinna hugðarefnum sínum til lengri eða skemmri tíma, gjarnan í tvær vikur. Í Salthúsi eru rúmgóð herbergi, með sér baðherbergi á hverju herbergi, ótakmörkuðu netsambandiog vel útbúnu sameiginlegu eldhúsi. Frekari upplýsingar um Salthús má sjá á þessari síðu hér, og upplýsingar um herbergin eru hér.
Salthús Gistiheimili þjónar þeim listamönnum sem vilja njóta þess sem Norðvesturland hefur upp á að bjóða, og sem þurfa ekki stóra vinnustofu. Dvöl í Salthúsinu hentar þeim sem vilja taka ljósmyndir og myndskeið, gera skissur og minni verk, eða vinna að skrifum. Á svæðinu er hægt að fara í gönguferðir, komast í veiði, fara á hestbak, klífa fjöll og fara á skíði, allt eftir árstíma. Skoðaðu vefsíðuna um svæðið til að fá meiri upplýsingar.
Dagsetningar á listamannadvöl í Salthúsi eru venjulega frá 1. til 15. dag mánaðar, og frá 16. til 30. dags mánaðar. Einnig er möguleiki á lengri eða skemmri dvöl, en lágmarkstími er ein vika. Gjaldskrá fyrir listamannadvöl frá 15. september til 31. maí er:
- Einnar viku dvöl: 400 evrur.
- Tveggja vikna dvöl: 750 evrur.
- Fjögurra vikna dvöl: 1.400 evrur.
- 100 evrur á viku bætast við fyrir tvo í herbergi.
Gjaldskrá fyrir listamannadvöl frá 1. júní til 14. september er:
- Einnar viku dvöl: 600 evrur.
- Tveggja vikna dvöl: 1000 evrur.
- Fjögurra vikna dvöl: 1.900 evrur.
- 200 evrur á viku bætast við fyrir tvo í herbergi.
Ef áhugi er á getur þú spurst fyrir um skammtímatilboð („last minute price“) á næstu tveimur mánuðum. Til að spyrjast fyrir um laus pláss og til að fá frekari upplýsingar, vinsamlega sendu tölvupóst til salthus@salthus.is.
Húsið sem gistiheimilið er starfrækt í var byggt af útgerðarfyrirtækinu Skagstrendingi árið 1950. Í því var ýmis starfsemi fyrirtækisins gegnum árin, til dæmis beiting, saltfiskpökkun, og vélaverkstæði. Húsið var gert upp árið 2017 og breytt í gistiheimili.
Skagaströnd er forn verslunarstaður og sjávarútvegsbær á Norðvesturlandi. Skagaströnd hefur á síðustu árum öðlast auknar vinsældir á meðal listamanna, og hefur NES Listamiðstöð verið í forystu um þær breytingar. Salthús Gistiheimili er í samstarfi við NES. Fyrir þá listamenn sem vilja dvelja í listamiðstöðinni með stórri aðstöðu til vinnu í vinnustofum miðstöðvarinnar, þá eru frekari upplýsingar um það á vef Ness Listamiðstöðvar.
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Framkvæmdastjóri Salthúss Gistiheimilis
salthus@salthus.is
Sími 848 6051
Umsagnir gesta
In Skagaströnd you get a unique chance of immersing yourself, once one’s „soul“ understands that one can hardly do anything but calm down, enjoy the landscape and reflect…The Salthouse is a good place to stay. The newly furnished rooms have good beds and a work desk, and the two spacious common kitchens are well-equipped, so you have good opportunities to cook yourself or just meet with the other residents around the tables.
Gina Hedegaard Nielsen, Textile artist Denmark
Gloria Chung Photographer USA
Ann Ginsburgh Hofkin Photographer USA