Listamannadvöl í Salthúsi Gistiheimili

 

 

Vilt þú gefa þér tíma til að leita að innblæstri og vinna að nýjum hugmyndum? Salthús Gistiheimili býður listamönnum og skapandi fólki aðstöðu til þess í sérsniðinni listamannadvöl.

Í Salthúsi Gistiheimili geta listamenn komið til að sinna hugðarefnum sínum til lengri eða skemmri tíma, gjarnan í tvær vikur. Í Salthúsi eru rúmgóð herbergi, með sér baðherbergi á hverju herbergi, ótakmörkuðu netsambandiog vel útbúnu  sameiginlegu eldhúsi. Frekari upplýsingar um Salthús má sjá á þessari síðu hér, og upplýsingar um herbergin eru hér.

Salthús Gistiheimili þjónar þeim listamönnum sem vilja njóta þess sem Norðvesturland hefur upp á að bjóða, og sem þurfa ekki stóra vinnustofu. Dvöl í Salthúsinu hentar þeim sem  vilja  taka ljósmyndir og myndskeið, gera skissur og minni verk, eða vinna að skrifum. Á svæðinu er hægt að fara í gönguferðir, komast í veiði, fara á hestbak, klífa fjöll og fara á skíði, allt eftir árstíma. Skoðaðu vefsíðuna um svæðið til að fá meiri upplýsingar.

Dagsetningar á listamannadvöl í Salthúsi eru venjulega frá 1. til 15. dag mánaðar, og frá 16. til 30. dags mánaðar. Einnig er möguleiki á lengri eða skemmri dvöl, en lágmarkstími er ein vika. Gjaldskrá fyrir listamannadvöl frá 15. september til 31. maí er:

  • Einnar viku dvöl: 400 evrur.
  • Tveggja vikna dvöl: 750 evrur.
  • Fjögurra vikna dvöl: 1.400 evrur.
  • 100 evrur á viku bætast við fyrir tvo í herbergi.

Gjaldskrá fyrir listamannadvöl frá 1. júní til 14. september er:

  • Einnar viku dvöl: 600 evrur.
  • Tveggja vikna dvöl: 1000 evrur.
  • Fjögurra vikna dvöl: 1.900 evrur.
  • 200 evrur á viku bætast við fyrir tvo í herbergi.

Ef áhugi er á getur þú spurst fyrir um skammtímatilboð („last minute price“) á næstu tveimur mánuðum. Til að spyrjast fyrir um laus pláss og til að fá frekari upplýsingar, vinsamlega sendu tölvupóst til salthus@salthus.is.

Húsið sem gistiheimilið er starfrækt í var byggt af útgerðarfyrirtækinu Skagstrendingi árið 1950. Í því var ýmis starfsemi fyrirtækisins gegnum árin, til dæmis beiting, saltfiskpökkun, og vélaverkstæði. Húsið var gert upp árið 2017 og breytt í gistiheimili.

Skagaströnd er forn verslunarstaður og sjávarútvegsbær á Norðvesturlandi. Skagaströnd hefur á síðustu árum öðlast auknar vinsældir á meðal listamanna, og hefur NES Listamiðstöð verið í forystu um þær breytingar. Salthús Gistiheimili er í samstarfi við NES. Fyrir þá listamenn sem vilja dvelja í listamiðstöðinni með stórri aðstöðu til vinnu í vinnustofum miðstöðvarinnar, þá eru frekari upplýsingar um það á vef Ness Listamiðstöðvar.

Hrafnhildur Sigurðardóttir
Framkvæmdastjóri Salthúss Gistiheimilis
salthus@salthus.is
Sími 848 6051

Umsagnir gesta

In Skagaströnd you get a unique chance of immersing yourself, once one’s „soul“ understands that one can hardly do anything but calm down, enjoy the landscape and reflect…The Salthouse is a good place to stay. The newly furnished rooms have good beds and a work desk, and the two spacious common kitchens are well-equipped, so you have good opportunities to cook yourself or just meet with the other residents around the tables.

Gina Hedegaard Nielsen, Textile artist Denmark

My stay at Salthus was wonderful – incredibly productive! I am still missing everything about my stay even after being back home for several weeks.

Gloria Chung Photographer USA

I relished the change of pace and the luxury of time that allowed a sense of awe to permeate my life every day that I spent there. The entire experience was nothing short of magical for me in that it produced new roots and a sense of being (in a new) home. Skagastrond itself is a mixture of a peaceful and yet pleasantly lively community… . Everything was new to me – and yet, I felt so much “at home.” A good amount of credit for this very positive experience derives from the place where I actually resided (Salthus Guesthouse)… The siting of the Guesthouse could not have been better – overlooking the ocean, next to hills laden with historical significance, walking distance to town and to the artist studios, etc. I can hardly wait to return….

Ann Ginsburgh Hofkin Photographer USA

Bóka herbergi

Samfélagsmiðlar

 

Heimilisfang

Einbúastígur 3
545 Skagaströnd

GPS Hnit:
Longitude -20.322100
Latitude 65.826200

Hafa samband

Sími: 848 6051

Tölvupóstur: salthus@salthus.is

Kort