Sjálfbærnistefna Salthúss gistiheimilis

Salthús gistiheimili er staðsett í fallegu náttúruumhverfi og viðurkennir ábyrgð sína á verndun umhverfisins. Við stefnum að því að bjóða gestum okkar ekki aðeins hágæða þjónustu heldur einnig að vera fyrirmynd í sjálfbærni og ábyrgð á náttúrunni. Með því að innleiða þessi skref viljum við draga úr umhverfisáhrifum okkar og stuðla að sjálfbærri ferðamennsku.

  1. Flokkun á úrgangi: Við leggjum mikla áherslu á að flokka mismunandi tegunda úrgangs og stuðlum að því að gestir okkar taki þátt í því. Á gistihúsinu bjóðum við upp á aðskildar ruslatunnur fyrir pappír, plast, gler og lífrænan úrgang. Við sjáum einnig um að endurvinna og nýta sem mest af því sem hægt er. Með þessum hætti drögum við úr heildarúrgangi og stuðlum að hringrásarhagkerfi.
  2. Moltugerð með Bokashi: Við höfum innleitt Bokashi moltugerðarkerfi í gistihúsinu til að nýta lífrænan úrgang og breyta honum í áburð fyrir gróðursetningu. Þetta ferli stuðlar að því að draga úr úrgangi sem fer á urðunarstaði og eykur nýtingu náttúrulegra auðlinda. Við hvetjum gesti til að nýta sérstakar ruslafötur fyrir lífrænan úrgang og veitum þeim upplýsingar um ferlið.
  3. Rafmagn og notkun rafmagnsbíls: Við kaupum græna endurnýjnalega orku frá vistvænum orkufyrirtækjum. Jafnframt höfum við innleitt rafmagnsbíl sem samgöngutæki fyrir gistihúsið og stefnum að því að setja upp rafstöð til að hvetja gesti okkar að nýta sjálfbæra ferðamáta. Rafmagnsbíllinn minnkar losun gróðurhúsalofttegunda og stuðlar að því að draga úr umhverfisáhrifum við ferðir innan og utan bæjarins. Í miðbænum er einnig að finna rafstöðvar, sem þar sem gestir geta hlaðið rafbíla sína.
  4. OSPAR hreinsunarverkefni: Framkvæmdastjóri Salthússins tekur þátt í OSPAR strandlengju hreinsunarverkefni (Beach Litter Monitoring), sem Biopol hefur umsjón um og er alþjóðleg áætlun sem miðar að því að rannsaka og fylgjast með rusli á ströndum. Með þessu viljum við leggja okkar aða mörkum til að vernda strendur okkar og draga úr mengun sjávar.
  5. Notkun svansvottaðra hreinsiefna: Öll hreinsun á gistihúsinu fer fram með svansvottuðum hreinsiefnum, sem eru umhverfisvæn og hafa minni neikvæð áhrif á heilsu gestanna og starfsfólks. Við stuðlum þannig að minni notkun á skaðlegum efnum og tryggjum að umhverfi okkar sé hreint á sjálfbæran hátt.

Við teljum að með þessum aðgerðum og stefnu mun Salthús gistiheimili ekki aðeins bæta upplifun gesta heldur einnig leggja sitt af mörkum til verndunar náttúru og stuðla að sjálfbærum ferðamennsku í framtíðinni. Við leggjum áherslu á stöðuga fræðslu og markmið um að bæta sjálfbærni á hverju ári og stuðla þannig að bættum ferðamannaiðnai með meiri áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.

Bóka herbergi

Samfélagsmiðlar

 

Hafa samband

Heimilisfang: Einbúastíg 3, 545 Skagaströnd

Sími: 848 6051

Tölvupóstur: salthus@salthus.is

 

Kort