Mia Hochrein mun sýna í Gallerí Salthús í febrúar 2018. Sýning hennar ber nafnið Lost Place.

Mia Hochrein – Lost Place – Listræn yfirlýsing

Gamlar byggingar sem standa tómar heilla mig, því þær segja sögu íbúanna og bakgrunn þeirra. Fyrir mér viðist viðfangsefnið þ.e. byggingin lifna við þegar ég geng í gengum hana og ég finn alltaf falda fjársjóði eða fegurð þar sem aðrir sjá aðeins ljótleika eða nytsemi. Í leit minni sækist ég eftir þessari ró og földum bakgrunni sem slíkar byggingar bera með sér. Þegar ég hef fangað það augnablik, yfirfæri ég það í myndverk og þar með tilfinninguna samfara því að horfa og þannig eignast viðfangsefnið nýtt líf eða tilvist.