Salthús Gallerí var opnað árið 2018, og er það staðsett á göngum gistiheimilins. Listamenn og hópar listamanna, sem hafa listsköpun að atvinnu að hluta a.m.k., geta sótt um að sýna í galleríinu. Hver sýning mun standa í tvær vikur og þrjár helgar, með formlegri opnun á föstudegi og laugardegi, og lýkur sýningunni á þriðja laugardegi.

Hægt er að sækja um að sýna hvenær sem er, og skulu umsóknir sendar á tölvupóstfangið salthusguesthouse@gmail.com. Vinsamlegast látið starfsferilsskrá fylgja, og þrjár myndir af listaverkum, ásamt lýsingu á verkefninu og óskum um tímasetningu.

Hrafnhildur Sigurðardóttir, sem stýrir galleríinu og er jafnframt stofnandi Salthúss Gistiheimilis, er sjálf starfandi listakona. Hægt er að skoða persónulegt gallerí hennar á vefnum www.hsig.net.